Half image hero

Samvinna:

Við snúum bökum saman og gerum hlutina betur

Það er krefjandi verkefni að sjá til þess að íslenskt fjármálakerfi sé áreiðanlegt, öruggt og hnökralaust allan sólarhringinn árið um kring. RB er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á að vera í fararbroddi í þróun og rekstri hugbúnaðarlausna fyrir íslenskan fjármálamarkað. Við trúum því að öflug liðsheild sé besta svarið við þeim margvíslegu áskorunum sem við tökumst á við saman, dag frá degi. Samstaðan skilar meiri starfsánægju og árangri. Úr jarðvegi hennar vex líka gleði, hlýja og eldmóður inni á vinnustaðnum sjálfum.

Starfsumhverfi:

Framúrskarandi vinnustaður hugsar vel um þarfir og líðan starfsfólks

Hjá RB starfa um 180 einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn. Við hlúum vel að fólkinu okkar enda axlar það mikla ábyrgð í starfi sínu og tekst daglega á við áhugaverð og mikilvæg verkefni. Við sköpum starfsumhverfi þar sem leikgleðin fær að njóta sín og náum þannig auknum árangri. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og leggjum áherslu á að fólk fái tækifæri til þess að læra og þróast í starfi hjá RB.

Testimonial
Testimonial
Testimonial

Hvað segir fólkið okkar?

Kristín Eva Ólafsdóttir

Kerfisstjóri

Ég hef unnið hjá RB í um það bil 2 ár. Fyrst á rekstrarvaktinni og núna við verkefni sem snúa að Gagna- og þjónustutorgi ásamt rekstri á Microsoft netþjónum og kerfum. Ég hef öðlast ómetanlega reynslu og þekkingu hjá RB og fengið tækifæri til að eflast og vaxa í starfi og það er alltaf gaman að mæta í vinnuna.

Hvað segir fólkið okkar?

Haraldur Þorbjörnsson

Öryggisstjóri

RB hefur staðið í ströngu við útskipti á grunnkerfum sem mynda burðarlag viðskipta á fjármálamarkaði, brýn og mikilvæg verkefni sem gera miklar kröfur til fyrirtækisins og þá um leið til starfsmanna. Í öllum erlinum sem hefur fylgst þessum verkefnum hefur okkur lánast að halda í gleðina og umhyggju hvert fyrir öðru.

Hvað segir fólkið okkar?

Guðmundur Andri Hjálmarsson

Hugbúnaðarsérfræðingur

Í starfi mínu hjá RB hef ég fengið að koma að fjölmörgum ólíkum og krefjandi hugbúnaðarverkefnum fyrir íslenskan fjármálamarkað. Ég fæ tækifæri til að nýta tölvunarfræði menntun mína í daglegum störfum á sama tíma og ég að öðlast nýja þekkingu og reynslu í þeim verkefnum sem við fáumst við hverju sinni.

01
02
03
/03
Equality

Jafnrétti

Jöfn tækifæri og réttlátt launakerfi tryggja gott starfsumhverfi

Allt starfsfólk RB er metið að verðleikum enda er jafnrétti mikilvægur og eðlilegur hluti af starfsemi fyrirtækisins. Við stuðlum að jafnvægi milli vinnu og einkalífs til að koma til móts við þarfir og skyldur starfsfólks utan vinnu. Þá gerum við fólkinu okkar sömuleiðis auðvelt að snúa aftur til starfa eftir fæðingar- eða foreldraorlof. RB hefur hlotið jafnlaunavottun og leggur áherslu á launajafnrétti sem og jafnrétti kynjanna í einu og öllu.

Félagslíf:

Frábær hópur sem stendur saman í leik og starfi

Við leggjum mikla áherslu á öflugt félagslíf og starfsmannafélagið skipuleggur reglulega alls konar viðburði til gagns og gamans. Auk þess erum við dugleg að samfagna sigrum og áföngum sem við náum í starfi. Starfsfólk RB nýtur margvíslegra fríðinda og styrkja og við leggjum mikið upp úr heilsu og vellíðan starfsfólks.