Full image hero

Leiðandi afl á fjármálamarkaði frá 1973

History image

1970

Stjórnendur viðskiptabankanna og Seðlabankans ákváðu að stofna svonefnda rafreikninefnd. Tilgangur hennar var að búa til sameiginlega reiknimiðstöð fyrir íslensku bankana. Nefndin skilaði greinargerð 1971 og ári síðar tók til starfa undirbúningsnefnd að stofnun Reiknistofu bankanna.

History image

1973

Hinn 23. mars var Reiknistofa bankanna stofnuð sem sameignarfélag. Í sama mánuði hafði Pink Floyd sent frá sér stórvirkið The Dark Side of the Moon og tæpum tveimur vikum síðar átti fyrsta símtalið úr farsíma sér stað. Íslenskt samfélag stóð á tímamótum enda höfðu viðskiptahættir og fjármálaþjónusta tekið stór skref fram á við á skömmum tíma.

History image

1974

Samningur um fyrstu IBM tölvuna fyrir Reiknistofu bankanna var undirritaður í hringborðssal Landsbanka Íslands í febrúar. Á myndinni eru Einar Pálsson, forstjóri Reiknistofu bankanna, Helgi Bergs, bankastjóri og formaður stjórnar Reiknistofu bankanna, Ottó A. Michelsen, forstjóri IBM á Íslandi og Jón Vignir Karlsson, starfsmaður IBM á Íslandi.

History image

1975

RB flutti höfuðstöðvar sínar á Digranesveg í Kópavogi. Í október sama ár var fyrsta bankaverkefnið hannað og tekið í notkun. Það var Tékkaverkefnið sem gerði mögulegt að vélvæða allan lestur á tékkum og jafnframt afgreiða daglegt uppgjör milli banka.

History image

1985

Á árinu hófst beinlínuvæðing kerfa RB og tveimur árum síðar gat fyrirtækið boðið upp á rauntímagreiðslukerfi. Það var hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Þar með gátu greiðslur borist í rauntíma milli banka á Reykjavíkursvæðinu.

History image

1986

RB flutti starfsemi sína í húsnæði Seðlabanka Íslands.

History image

1989

Íslenskir bankar voru tengdir beint við SWIFT kerfið. Þetta gerði notendum kleift að stunda viðskipti við erlenda banka rafrænt. Áður höfðu bankarnir notað telex-tækni til að stunda erlend viðskipti. Það krafðist mikillar handavinnu sem nú var úr sögunni með tölvuvæðingunni.

History image

1993

Debetkortin voru næsta stóra byltingin. Þau leystu smám saman ávísanahefti af hólmi. Debetkortakerfið var sett saman úr ólíkum forritum sem verslanir, þjónustuaðilar, sjálfsafgreiðslutæki, bankar, sparisjóðir, kortafyrirtæki og Reiknistofan gátu nýtt sér.

History image

2000

Aldamótavandinn svokallaði var bilun í tölvukerfum sem orsakaðist af því að ýmis forrit skilgreindu ártal aðeins út frá tveimur síðustu tölustöfunum. Því þurfti að ganga úr skugga um að tölvur um víða veröld héldu ekki að árið 1900 væri að ganga í garð í stað ársins 2000. Fyrir áramót hófst undirbúningur hjá RB og hópur fólks var á vakt þegar klukkan sló á miðnætti. Allt gekk hins vegar vel og engin teljandi vandræði urðu.

History image

1986

Þjónustusími RB var opnaður. Hann gerði fólki kleift að fá uppgefna stöðuna á ólíkum bankareikningum gegnum síma.

History image

2008

Alþjóðleg fjármálakreppa olli bankahruni á Íslandi. Þrátt fyrir neyðarlög og margvíslega erfiðleika í efnahagslífinu tókst RB að halda uppi virkri greiðslumiðlun í landinu.

History image

2010

Í desember var félagaformi Reiknistofu bankanna breytt og hlutafélagið Reiknistofa bankanna hf. stofnað um samstarfið. Stærstu eigendur félagsins voru stóru viðskiptabankarnir þrír; Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion banki.

History image

2012

RB keypti hluta Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna (Teris) og starfsfólk þess varð hluti af öflugu starfsliði RB. Á sama tíma seldi félagið frá sér rekstur prentþjónustu og þjónustu sem sá um að setja reikningsyfirlit í umslög. RB hafði um áratugaskeið sent út reikningsyfirlit, kortafærsluyfirlit o.fl. fyrir íslenskt fjármálakerfi.

History image

2013

RB flutti höfuðstöðvar sínar að Höfðatorgi með starfsaðstöðu fyrir rúmlega 160 manns.

History image

2015

Í ársbyrjun samdi RB við hugbúnaðarfyrirtækið Sopra Banking Software um endurnýjun grunnkerfa fyrirtækisins. Allar fjármálastofnanir landsins munu styðjast við kerfin.

History image

2017

RB tengdi fyrsta viðskiptabankann við nýtt grunnkerfi frá Sopra Banking Software. Áætlað er að síðasti bankinn innleiði kerfið í lok árs 2021.

History image

2020

Nýtt millibankakerfi tekið í notkun í samvinnu við Seðlabanka Íslands.

History image

2021

Nýtt hluthafasamkomulag var undirritað í lok ársins. Með nýju hluthafasamkomulagi, hefur eignarhald RB verið einfaldað og er RB nú eingöngu í eigu bankanna og Seðlabankans. Áherslubreyting verður hjá RB í þá átt að RB mun fyrst og fremst þjónusta bankana til þess að ná enn betri árangri í rekstri sameiginlegra lykilinnviða.

History image

2022

Í upphafi ársins komu JCC seðlaver, Ark birtingakerfið og Swift greiðslukerfið inn til RB, sem hluti af innviðaverkefninu. Íslenska bankakerfið keyrir nú allt í Sopra nýju innlána- og greiðslukerfi Reiknistofu bankanna. Verkefnið hófst árið 2012 og lauk á árinu þegar greiðslukerfið var gangsett hjá Seðlabanka Íslands, Kviku og Sparisjóðunum. Með þessum lokaáfanga lauk 40 ára gamalli sögu eldri innlána og greiðslukerfa landsins.