Full image hero

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn

Ragnhildur Geirsdóttir

Forstjóri - CEO

Ragnhildur var ráðin forstjóri Reiknistofu bankanna í janúar 2019. Ragnhildur kom til RB frá Wow Air þar sem hún starfaði sem aðstoðarforstjóri frá því í ágúst 2017. Þar áður var Ragnhildur framkvæmdastjóri Rekstrar og upplýsingatækni hjá Landsbankanum í fimm ár og forstjóri Promens í rúm fimm ár. Þar áður starfaði Ragnhildur hjá Icelandair/Flugleiðum í sex ár og gegndi stöðu forstjóra í lok þess tíma.

Ragnhildur er verkfræðingur og viðskiptafræðingur að mennt. Hún lauk CS prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1995, MS prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Wisconsin árið 1996 og MS prófi í viðskiptafræði frá sama skóla 1998.

Board member

Framkvæmdastjórn

Jón Helgi Einarsson

Framkvæmdastjóri Hugbúnaðarsviðs - VP of Software Department

Jón Helgi tók við starfi framkvæmdastjóra Hugbúnaðarsviðs, áður Kjarnalausna í október 2016. Áður var hann forstöðumaður Verkefnastýringar og ráðgjafar hjá RB. Þar áður starfaði hann hjá Advania hf. og forverum þess, m.a. sem forstöðumaður hjá Advania, framkvæmdastjóri HugarAx hf., forstöðumaður hjá Ax hugbúnaðarhúsi hf. og framkvæmdastjóri Kerfis hf. Þar áður starfaði Jón Helgi við hugbúnaðarverkefni hjá Kögun hf. í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Jón Helgi er með MS gráðu í verkfræði frá Purdue University í Bandaríkjunum og er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands.

Board member

Framkvæmdastjórn

Þorsteinn Björnsson

Framkvæmdastjóri Tæknirekstrar - VP of Technical Operations

Þorsteinn hóf störf sem framkvæmdastjóri Tæknirekstur í Maí 2021 en hann hafði verið framkvæmdarstjóri Tækniþróunar (áður Tæknistjórn) síðan í október 2016. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar- og ráðgjafasviðs, eða frá kaupum Reiknistofunnar á meginhluta reksturs Teris í júní 2012 þar sem hann starfaði frá 1997, síðast sem framkvæmdastjóri félagsins, frá miðju ári 2011.

Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Þróunarsviðs frá 2007, sviðsstjóri Þróunarsviðs frá 2005 og sem hópstjóri sjálfsafgreiðslulausna. Hann vann lokaverkefni á vegum TVÍ um smíði fyrsta heimabanka sparisjóðanna sem var settur í gang 1995. Þorsteinn starfaði hjá Radíómiðun hf. 1995-1997 við innleiðingu tölvuferilrita í skip og árin 1990-1994 sem rafeindavirki.

Þorsteinn lauk BS-prófi í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005 og útskrifaðist sem kerfisfræðingur frá TVÍ árið 1995. Hann útskrifaðist með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1991.

Board member

Framkvæmdastjórn

Aron Óttar Traustason

Framkvæmdastjóri Fjármálasviðs

Aron tók við starfi framkvæmdastjóra Fjármálasviðs í ágúst 2022. Áður var hann forstöðumaður fjármála hjá RB. Fyrir það starfaði Aron á uppgjörssviði hjá Fjárstoð ehf.

Aron er með MS.Acc gráðu í reikningskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.

Board member