Full image hero

Stjórn RB 2022 - 2024

Stjórn RB

Gunnar Jakobsson

Stjórnarformaður

Gunnar Jakobsson tók við embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika á Íslandi 1. mars 2020.

Áður en Gunnar hóf störf hjá Seðlabanka Íslands gegndi hann ýmsum stjórnunarstörfum hjá Goldman Sachs á árunum 2001 - 2020, síðast sem framkvæmdastjóri lausafjáráhættu og persónuverndar Goldman Sachs International í Lundúnum.

Gunnar er stjórnarformaður Greiðsluveitunnar ehf.

Gunnar lauk prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og MBA prófi frá Yale University árið 2001.

Gunnar tók sæti í stjórn RB í desember 2021.

Board member

Ásthildur Sturludóttir

Meðstjórnandi

Ásthildur hefur starfað sem bæjarstjóri á Akureyri frá 2018 en var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar frá 2010. Þar áður var hún verkefnisstjóri á skrifstofu rektors við Háskóla Íslands, verkefnisstjóri hjá Portus ehf. (félag um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss), framkvæmdastjóri samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og verkefnisstjóri atvinnuþróunarfélags Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV-þróun og ráðgjöf).

Ásthildur sat í stjórn RÚV ohf. þar til í maí 2016 og í stjórn Byggðastofnunar frá 2014-2016. Ásthildur er menntaður stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og stjórnsýslufræðingur (MPA) frá PACE University í New York í Bandaríkjunum.

Ásthildur hefur setið í stjórn RB frá 2016 þar til í desember 2021 og kemur að ný í stjórn RB í mars 2022.

Board member

Stjórn RB

Helga B. Sigbjarnardóttir

Meðstjórnandi

Helga hefur starfað sem forstöðumaður Högunar á Upplýsingatæknisviði Landsbankans frá árinu 2022.

Hún hóf störf hjá Landsbankanum árið 2012, fyrst sem verkefnastjóri og síðar hópstjóri yfir verkefnastofu Landsbankans.
Helga starfaði áður hjá Byr Sparisjóði á viðskiptabankasviði og þar áður hjá Sparisjóði Kópavogs sem forstöðumaður markaðs- og þjónustusviðs.

Helga útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BS-gráðu í matvælafræði árið 1999 og er með MBA gráðu frá Háskólanum Universidad Autonóma de Madrid (IADE) á Spáni.

Helga tók sæti í stjórn RB í mars 2023

Board member

Stjórn RB

Riaan Dreyer

Meðstjórnandi

Riaan hefur starfað sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka frá árinu 2019.

Riaan starfaði áður sem forstöðumaður hugbúnaðarþróunar hjá Arion banka og við hugbúnaðarlausnir hjá Meniga. Þar áður gegndi Riaan stöðu forstöðumanns upplýsingatæknisviðs við þróun viðskiptalausna hjá Standard Bank og hjá Liberty Life í Suður-Afríku.

Riaan er stjórnarmaður í ISB Development Centre Poland.

Riaan er með Bsc gráðu í tryggingastærðfræði og hagfræði frá háskólanum í Suður- Afríku og Masterspróf í upplýsingatækni frá Pretoria í Suður-Afríku.

Riaan tók sæti í stjórn RB í desember 2021.

Board member

Stjórn RB

Sunna Guðmundsdóttir

Meðstjórnandi

Sunna hefur frá árinu 2014 verið forstöðumaður á fjármálasviði Arion banka. Hún er forstöðumaður rekstrar hjá bankanum. Hún hefur starfað hjá Arion banka og forverum hans á fjármálasviði síðan 2005.

Sunna situr í íþróttaráði Kópavogsbæjar og hefur verið í stjórnum hjá Breiðablik síðan 2007.
Sunna útskrifaðist árið 2001 með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og árið 2018 útskrifaðist hún með M.sc gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Sunna er með próf í verðbréfaviðskiptum.

Sunna tók sæti í stjórn RB í mars 2023.

Board member