Stjórn RB 2021 - 2022

Stjórn RB

Sævar Freyr Þráinsson

Stjórnarformaður

Sævar Freyr hefur starfað sem bæjarstjóri Akraneskaupstaðar frá 2017.

Sævar Freyr var forstjóri 365 miðla frá árinu 2014 en starfaði þar áður hjá Símanum frá 1995. Hann var forstjóri Símans í rúm sex ár, frá 2007 til 2014. Sævar Freyr hefur setið í stjórn tólf upplýsingatækni- og fjarskiptafyrirtækja í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og á Íslandi ásamt því að hafa verið í stjórn Viðskiptaráðs, Íslenska sjávarklasans og Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.

Sævar Freyr situr í stjórn Eignarhaldsfélags Spalar, Knattspyrnufélags ÍA, hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og góðgerðarfélagsins Club 71.

Sævar Freyr lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1995.

Sævar Freyr hefur setið í stjórn Reiknistofu bankanna frá 2018.

Stjórn RB

Ásthildur Sturludóttir

Meðstjórnandi

Ásthildur hefur starfað sem bæjarstjóri á Akureyri frá 2018 en var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar frá 2010.

Þar áður var hún verkefnisstjóri á rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, verkefnisstjóri hjá Portus ehf. (félag um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss), framkvæmdastjóri samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og verkefnisstjóri atvinnuþróunarfélags Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV-þróun og ráðgjöf). Ásthildur sat í stjórn RÚV ohf. þar til í maí 2016 og í stjórn Byggðastofnunar 2014-2016.

Ásthildur er menntaður stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og stjórnsýslufræðingur (MPA) frá PACE University í New York í Bandaríkjunum.

Ásthildur hefur setið í stjórn Reiknistofu bankanna frá 2016.

Stjórn RB

Sigrún Ragna Ólafsdóttir

Meðstjórnandi

Sigrún Ragna er sjálfstætt starfandi ráðgjafi sem hefur víðtæka stjórnunarreynslu. Sigrún Ragna hefur m.a. verið forstjóri Mannvits, Vátryggingafélags Íslands og Líftryggingafélags Íslands. Þar áður var hún framkvæmdastjóri fjármála og reksturs hjá Íslandsbanka og endurskoðandi, meðeigandi og stjórnarformaður hjá Deloitte.

Sigrún Ragna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, löggiltur endurskoðandi og með MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Sigrún Ragna hefur setið í stjórn Reiknistofu bankanna frá 2019.

Stjórn RB

Anna Bjarney Sigurðardóttir

Meðstjórnandi

Anna Bjarney hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármála, mannauðs og tækni hjá RÚV frá 2014.

Hún var áður framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Landsbankans frá 2008 - 2011, forstöðumaður útibúaþróunar hjá Landsbankanum frá 2003-2008 og forstöðumaður áætlana og rekstrareftirlits hjá Búnaðarbankanum frá 1998-2003. Fram að því starfaði Anna við verkefnastjórn og ýmis sérfræðistörf hjá Búnaðarbankanum. Anna sat í stjórn tryggingafélagsins Varðar og Varðar Líftrygginga 2008-2011, í stjórn SP fjármögnunar 2008-2011 og í stjórn Rekstrarfélags Virðingar 2014-2018.

Anna Bjarney er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði Háskóla Íslands og MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá sama skóla.

Anna Bjarney hefur setið í stjórn Reiknistofu bankanna frá 2018.

Stjórn RB

Ingi Örn Geirsson

Meðstjórnandi

Ingi Örn starfaði sem Business Analyst hjá Landsbankanum 2007-2018 og deildarstjóri í samningaumsjón hjá bankanum frá 2007. Þar áður var Ingi Örn m.a. framkvæmdastjóri Upplýsinga- og tæknisviðs hjá Kaupþingi frá 1985-2007 og forstöðumaður tölvudeildar Búnaðarbanka Íslands frá 1985-2003. Ingi Örn starfaði hjá RB á árunum 1977-1985.

Ingi Örn er menntaður í rekstrarhagfræði og tölvunarfræði frá Lunds Universitet.

Ingi Örn hefur setið í stjórn Reiknistofu bankanna frá 2019.