Half image hero

Ábending

RB leggur mikið upp úr því að fylgja góðum stjórnarháttum og styrkja þannig innviði fyrirtækisins og efla almennt traust gagnvart viðskiptalífinu. Við erum stolt af því að vera í hópi 17 fyrirtækja sem Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland veittu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti árið 2020 og vera þar með „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“.

Vinsamlega fyllið út formið hér neðar ef fyrir liggur grunur eða vitneskja um einhvers konar misferli eða sviksemi innan RB, hvort sem um ræðir einstakt tilvik eða ef ítrekað er ekki að fullu starfað í samræmi við lög og reglur, verklagsreglur og stefnu RB eða almennt siðferði. Hér er einnig hægt að senda inn ábendingar varðandi jafnlaunastefnu eða jafnlaunakerfi RB.

Veljið þann sem þið teljið ábendinguna helst eiga erindi við (af þeim fjórum aðilum sem birtast í felliglugganum).

Athugið að hægt er að senda inn nafnlausa ábendingu með því að sleppa að fylla út í reitina nafn, netfang og síma.