Full image hero

Sjálfbærni

Í sinni einföldustu mynd felst sjálfbærni fyrirtækja og stofnana í því að þau axli ábyrgð á þeim áhrifum sem þau hafa á fólk og umhverfi. Ábyrg félög eru þau sem með markvissum hætti skipuleggja starfsemi sína þannig að þau skaði ekki samfélagið og umhverfið heldur hafi jákvæð áhrif á þróun samfélagsins.

Samfélagsleg ábyrgð RB

Starfsemi RB hefur mikil samfélagsleg áhrif en fyrirtækið hefur frá stofnun 1973 borið ábyrgð á grunnstoðum greiðslumiðlunar Íslands og tryggt uppitíma og rekstur á fjölmörgum upplýsingatæknikerfum sem eru forsenda þess að fjármálastarfsemi landsins gangi vel fyrir sig. RB vill áfram vera drifkraftur breytinga og eftirsóttur samstarfsaðili á íslenskum fjármálamarkaði og leggur áherslu á að vinna áfram að því öfluga markmiði með sjálfbærni og skilvirkni að leiðarljósi.​

 

RB leggur áherslu á öryggis- og umhverfismál í rekstri fyrirtækisins og að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar. Með öruggum, hagkvæmum og umhverfisvænum rekstri stuðlar RB að því að rekstur innviða greiðslumiðlunar á Íslandi sé í fremstu röð.​

 

Mannauður RB er lykillinn að árangri fyrirtækisins og fyrirtækið leggur metnað í að vera eftirsóknarverður vinnustaður. Heilbrigði, vellíðan og jafnrétti á breiðum grunni eru þar lykilatriði, og að starfsfólk RB fái tækifæri til þess að vaxa og dafna í starfi. ​

 

RB leggur áherslu á að styðja við málefni sem stuðla að betri menntun og auknu jafnrétti í íslensku samfélagi. ​

RB leggur metnað í að framfylgja ábyrgum stjórnarháttum sem unnir eru með hliðsjón af „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem gefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins. RB hefur fengið endurnýjaða viðurkenningu hjá Stjórnvísi sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum árlega frá árinu 2019. ​

 

RB tekur þátt í samstarfi sem snertir samfélagsábyrgð í gegnum Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, en RB varð aðili að Festu árið 2015.

 

RB kolefnisjafnar losun sína á ábyrgan og vottaðan hátt og vinnur markvisst að því að verða kolefnishlutlaust til lengri tíma. Fyrirtækið er einnig með aðgerðaráætlun sem unnið er eftir til að minnka kolefnispor fyrirtækisins vegna þeirra áhrifa sem RB veldur.

Full width image

Samfélagsverkefni

Við látum gott af okkur leiða og leggjum fjölmörgum verkefnum lið, enda lítum við á það sem hluta af samfélagslegri ábyrgð okkar. Við trúum því að margt smátt geri eitt stórt, við flokkum og endurnýtum, bjóðum starfsfólki okkar upp á vistvæna samgöngustefnu og styrkjum góðgerðarmál af ýmsum toga. Markmið okkar er að styðja sérstaklega verkefni sem tengjast ungu fólki og tækni.

Orange flame

Skilvirk endurnýjun og flokkun

Okkur er umhugað um umhverfið og leggjum okkur fram við að flokka og endurnýta eins mikið af sorpi og við getum, því margt smátt gerir eitt stórt.

Eco transport
Orange circle decoration

Styrkir til góðgerðarmála

Við ráðstöfum ár hvert ákveðinni fjárhæð sem rennur til hinna ýmsu góðgerðarmála. Aðaláherslan hefur verið á að styrkja börn og ungmenni. Hægt er að sækja um styrk til RB með því smella á flipann Hafa samband hér, efst á síðunni.

Grants

Forritarar framtíðarinnar

RB er, ásamt Skema, stofnaðili sjóðsins „Forritarar framtíðarinnar” sem er samfélagsverkefni og hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Verkefnið er unnið í samstarfi við aðila atvinnulífsins.

 

Sjá nánar  http://www.forritarar.is.

blue circle decoration
Programmers seciton

Samgöngu-samningar

Starfsfólk RB er hvatt til að nýta sér vistvænan samgöngumáta til og frá vinnu. Starfsfólki gefst kostur á að skrifa undir samgöngusamning við fyrirtækið gegn því að það nýti sér vistvænar samgöngur þrisvar sinnum eða oftar í viku á leið sinni til og frá vinnu. Allt starfsfólk sem gert hefur samgöngusamning fær greiddan mánaðarlegan samgöngustyrk.

Social needs