Home hero slide

Við sjáum til þess að innviðirnir í íslensku fjármálakerfi séu traustir, öruggir og áreiðanlegir

Home hero slide

Hjartað í íslensku fjármálakerfi í hálfa öld

Home hero slide

Liðsheildin er okkar mesti styrkleiki

01

Þjónusta

Betri og hagkvæmari fjártækni í þágu alls samfélagsins

Solutions

Líf nútímafólks tekur sífelldum breytingum. Fjármálafyrirtæki sjá til þess að daglegt líf fólks gangi snurðulaust fyrir sig svo það geti uppfyllt óskir sínar, þarfir og markmið. Við trúum því að okkar tæknilausnir og kerfi auðveldi viðskiptavinum okkar að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum og þjóni þannig eins og hjartað í íslensku fjármálakerfi.

blue circle decorationblue circle decoration
Solutions

Innlána- og greiðslulausnir

RB rekur innlánakerfi sem heldur utan um innlánsreikninga viðskiptavina banka og sparisjóða. Daglegur færslufjöldi sem fer í gegnum kerfið skiptir hundruðum þúsunda.

Solutions

Innheimtulausnir

Innheimtulausnir RB gera viðskiptabönkum kleift að bjóða viðskiptavinum sínum upp á kröfugerð ásamt móttöku og miðlun á þeim greiðslum sem berast vegna þeirra.

Solutions

Kortalausnir

RB hefur haldið utan um útgáfu debetkorta og færsluhirðingu fyrir innlendar greiðslur frá árinu 1993, þegar debetkortin leystu smám saman tékkana af hólmi.

Solutions

Millibankakerfi

RB rekur greiðslumiðlunarkerfi en það, ásamt millibankakerfi Seðlabanka Íslands, eru kjarninn í rauntímagreiðslumiðlun Íslendinga.

Solutions

Þjónustu- og gagnatorg

Gæði og gott aðgengi að gögnum eru lykilþáttur í öllum rekstri. Þjónustu- og gagnatorg RB auðveldar upptöku nýrra kerfa og lágmarkar þörf á sértækum aðlögunum.

Solutions

Öryggi, traust og fagmennska

Áreiðanleiki upplýsinga- og samskiptakerfa RB er einn af hornsteinum í ímynd fyrirtækisins. RB er með vottað upplýsingaöryggiskerfi ISO 27001

image

Hlutverk Reiknistofu bankanna er að skapa virði fyrir viðskiptavini með skilvirkum rekstri og þróun öruggra innviða fyrir fjármálamarkaðinn.

Orange Flame
02
Sagan

Hjartað í íslensku fjármálakerfi í hálfa öld

History
Þann 23. mars 1973 var Reiknistofa bankanna stofnuð sem sameignarfélag. Nokkrum vikum fyrr var Pink Floyd að senda frá sér stórvirkið The Dark Side of the Moon og tæpum tveimur vikum síðar átti fyrsta símtalið úr farsíma sér stað. Íslenskt samfélag stóð á tímamótum enda höfðu viðskiptahættir og fjármálaþjónusta tekið stór skref fram á við á skömmum tíma.SJÁ NÁNAR
orange circle decoration03

Vinnustaðurinn

Liðsheildin er okkar mesti styrkleiki.

Work

RB er fjölbreyttur og líflegur vinnustaður. Við leggjum áherslu á að allt starfsfólkið fái tækifæri til þess að rækta hæfileika sína og trúum því að öflug liðsheild skili sér í betri starfsanda og betri árangri. Þess vegna hlúum við vel að fólkinu okkar og sjáum til þess að það skorti ekkert í vinnunni.