Light blue circle

Innlána- og greiðslulausnir

Reiknistofa bankanna hefur þróað og rekið öll helstu fjármálakerfi og greiðslulausnir landsins í 50 ár, eða frá árinu 1973. Þá höfum við haldið utan um rauntímagreiðslumiðlun frá 1985 sem er einstakt á heimsvísu.

RB rekur innlána- og greiðslukerfi sem heldur utan um innlánsreikninga viðskiptavina banka og sparisjóða. Greiðslukerfið sér um fjárhagslegar færslur, svo sem innborganir, útborganir. Um er að ræða greiðslukerfislausn frá Sopra Banking Software („Sopra“). Daglegur færslufjöldi sem fer í gegnum kerfið skiptir hundruðum þúsunda.

Innheimtulausnir

Light blue circle

Hjartað í innheimtulausnum RB er Kröfupotturinn. Hann heldur utan um kröfur fyrir alla íslensku bankana. Kerfið er einstakt vegna þess að í krafti þess er hægt að skoða og greiða kröfur í öllum heimabönkum. Í dag eru meira en 30 milljónir krafna stofnaðar í pottinum á hverju ári. Hann eykur skilvirkni og þægindi og einfaldar fólki að fá yfirlit og greiða reikninga. Potturinn er jafnframt umhverfisvænn þar sem hann dregur úr pappírsnotkun og póstsendingum.

Greiðslulausnir

Swift-kerfið er staðlað samskipta- og fyrirspurnakerfi sem þjónar fjármálafyrirtækjum um allan heim. Kerfið gerir þátttakendum kleift að senda og móttaka stöðluð greiðslufyrirmæli og tilkynningar með öruggum hætti.

Millibankakerfi

Greiðslumiðlunarkerfi Reiknistofu bankanna eru ásamt millibankakerfi Seðlabanka Íslands kjarninn í rauntímagreiðslumiðlun Íslendinga. Þessi kerfi eru jafnframt hluti af kjarnakerfum alls fjármálakerfisins. Okkar hlutverk er að sjá um hönnun, samþættingu og rekstur kerfanna.

Þjónustu- og gagnatorg

Gott aðgengi að lykilkerfum gegnum API (Application Programming Interface) er lykilþáttur í rekstri upplýsingatæknikerfa í dag. Til að geta þróað áfram virðisaukandi lausnir í rekstri verða viðskiptavinir okkar að geta aukið virkni og tengt upplýsingar inn í kerfi með einföldum hætti. Þjónustutorg Reiknistofu bankanna skapar skil milli grunnkerfa okkar og starfsemi viðskiptavina. Þannig auðveldar það mjög upptöku nýrra kerfa og lágmarkar þörf á sértækum aðlögunum.

Gæði gagna er lykilþáttur í öllum rekstri. Gagnatorgið okkar samræmir gögnin í kerfum Reiknistofu bankanna og gerir þau aðgengileg á stöðluðu formi. Einnig eru eldri gögn geymd þar og þjónar þannig eins og hálfgert gagnavöruhús fyrir viðskiptavini.

Seðlaver RB

Sameiginlegt seðlaver bankanna var stofnað 2018 og hefur það að markmiði að auka og viðhalda hagkvæmni, öryggi og gæðum þjónustu á sviði talningar, flokkunar og flutnings á seðlum og mynt í viðskiptabankastarfsemi á Íslandi.