Full image hero

Stjórn RB 2025 - 2026

Stjórn RB

Arinbjörn Ólafsson

Stjórnarformaður

Arinbjörn Ólafsson tók við stöðu framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs hjá Landsbankanum í júlí 2017.
Arinbjörn lauk M.Sc. prófi í iðnarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og Ph.D gráðu í sömu grein frá Háskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum árið 2006. Hann hóf störf á verðbréfasviði Landsbankans árið 2006. Árin 2009-2015 vann hann að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja og stýrði endurútreikningi gengistryggðra lána. Arinbjörn starfaði sem forstöðumaður upplýsingatæknideildar hjá Landsbankanum frá árinu 2015.

Arinbjörn tók sæti í stjórn RB apríl 2025.

Board member

Hulda Hallgrímsdóttir

Meðstjórnandi

Hulda var framkvæmdarstjóri Nýsköpunar og Reksturs hjá Sýn frá byrjun árs 2023 til ársins 2024 þar sem hún stýrði viðskiptaþróun, vöruþróun, upplýsingatækni, fjölmiðlatæknirekstri, mannauði og eignaumsýslu.

Hulda starfaði áður hjá Össuri í 11 ár. Þar gegndi hún stöðu Vice President of Global Quality & Regulatory hjá Össuri þar sem hún bar ábyrgð á gæða-, umhverfis- og öryggismálum félagsins alþjóðlega. Áður en hún tók við stöðu gæðastjóra félagsins þá vann hún þvert á félagið og starfstöðvar í stórum umbreytingarvegferðum tengdum upplýsingatækni og nýjum ferlum.

Árin 2007-2011 starfaði Hulda í Landsbankanum þar sem hún vann þvert á mismunandi svið bankans í verkefnum tengdum upplýsingatækni, stefnumótun og ferlabreytingum.
Hulda er með B. Sc. og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði með áherslu á hermun og bestun frá Háskóla Íslands.

Hulda tók sæti í stjórn RB í apríl 2024.

Board member

Stjórn RB

Anna Rut Ágústsdóttir

Meðstjórnandi

Anna Rut hefur starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar og þróunar hjá Kviku banka frá árinu 2022. Anna Rut hefur starfað innan Kviku samstæðunnar frá stofnun bankans og hjá forverum hans frá árinu 2007. Anna Rut var forstöðumaður fjármála og rekstrar hjá Kviku eignastýringu frá 2019-2022, forstöðumaður á skrifstofu forstjóra Kviku frá 2017-2019 og forstöðumaður viðskiptatengsla Kviku frá 2015-2017. Auk þess hefur Anna Rut komið að ýmsum verkefnum á sviði áhættustýringar, útlána, eignaumsýslu og fjármála.

Anna Rut er með B.Sc. próf í viðskiptafræði og MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Anna Rut tók sæti í stjórn RB í apríl 2025.

Board member

Stjórn RB

Björn Björnsson

Meðstjórnandi

Björn hefur starfað sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion Banka frá árinu 2023.

Áður starfaði Björn hjá Boston Consulting Group (BCG) í Ástralíu og á Norðurlöndum með áherslu á stefnumarkandi verkefni í upplýsingatækni fyrir fjármálastofnanir. Áður en Björn hóf störf hjá BCG vann hann sem stjórnandi og sérfræðingur hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum, m.a. sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Byr.
Björn er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Melbourne Business School.

Björn tók sæti í stjórn RB í apríl 2025.

Board member

Stjórn RB

Sigrún Hafþórsdóttir

Meðstjórnandi

Sigrún hefur starfað sem forstöðumaður fjárhagsdeildar á fjármálasviði Íslandsbanka frá árinu 2021. Hún hefur starfað á fjármálasviði hjá Íslandsbanka og forverum hans síðan 2007, bæði sem sérfræðingur og verkefnastjóri.

Sigrún útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2007. Árið 2018 útskrifaðist hún með MABI gráðu á meistarastigi í stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind frá Háskólanum í Reykjavík.

Sigrún tók sæti í stjórn RB í apríl 2025.

Board member