1970
Stjórnendur viðskiptabankanna og Seðlabankans ákváðu að stofna svonefnda rafreikninefnd. Tilgangur hennar var að búa til sameiginlega reiknimiðstöð fyrir íslensku bankana. Nefndin skilaði greinargerð 1971 og ári síðar tók til starfa undirbúningsnefnd að stofnun Reiknistofu bankanna.