
Framkvæmdastjórn
Framkvæmdastjórn
Jón Helgi Einarsson
Framkvæmdastjóri Hugbúnaðarsviðs - VP of Software Department
Jón Helgi tók við starfi framkvæmdastjóra Hugbúnaðarsviðs, áður Kjarnalausna í október 2016. Áður var hann forstöðumaður Verkefnastýringar og ráðgjafar hjá RB. Þar áður starfaði hann hjá Advania hf. og forverum þess, m.a. sem forstöðumaður hjá Advania, framkvæmdastjóri HugarAx hf., forstöðumaður hjá Ax hugbúnaðarhúsi hf. og framkvæmdastjóri Kerfis hf. Þar áður starfaði Jón Helgi við hugbúnaðarverkefni hjá Kögun hf. í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Jón Helgi er með MS gráðu í verkfræði frá Purdue University í Bandaríkjunum og er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands.

Framkvæmdastjórn
Aron Óttar Traustason
Framkvæmdastjóri Fjármálasviðs
Aron tók við starfi framkvæmdastjóra Fjármálasviðs í ágúst 2022. Áður var hann forstöðumaður fjármála hjá RB. Fyrir það starfaði Aron á uppgjörssviði hjá Fjárstoð ehf.
Aron er með MS.Acc gráðu í reikningskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.
