Fréttir

Þjónustuskerðing vegna flutnings gagnagrunns yfir á nýjan búnað aðfararnótt 19. nóvember 2023

Vegna uppfærslu á greiðslukerfum Reiknistofu bankanna verða kerfin ekki aðgengileg aðfararnótt sunnudagsins 19.nóvember.  Af þessum sökum verður þjónusta bankanna í netbönkum, snjallsímalausnum og útibúi á Keflavíkurflugvelli sem er opið utan hefðbundins opnunartíma óaðgengileg eða verulega skert milli klukkan 02:00 og 09:00 að morgni sunnudagsins 19.nóvember.

Virkni debet- og kreditkorta verður með óbreyttum hætti á þessum tíma.