Fréttir

Þjónustuskerðing í Kröfupotti RB 25.mars

Laugardaginn 25.mars 2023 milli kl 9:00 – 13:00 færir RB allar Claims aðgerðir á Þjónustutorgi sem enn nota DB2 yfir á samsvarandi IK töflur á Oracle.

Á meðan framkvæmd stendur verður ekki hægt að greiða, stofna, breyta eða eyða kröfum og verða því ClaimManagement, DoClaimPayment vefþjónustur lokaðar og einnig aðgerðin ClaimInfo.GetClaimAmountDetail.

UnpaidBills verður opin og aðrar fyrirspurnir í ClaimInfo svo þátttakendur geta haft þær í notkun ef þau vilja.
Hægt verður að senda inn ClaimBatch kröfubunka sem unnið verður úr strax eftir að Kröfupottur opnar.