Fréttir
Söguvefur RB
23.03.2023
Reiknistofa bankanna var formlega stofnuð 23. mars 1973 af þáverandi viðskiptabönkum, þ.e. Landsbanka Íslands, Útvegsbanka Íslands, Búnaðarbanka Íslands, Iðnaðarbanka Íslands, Verzlunarbanka Íslands, Samvinnubankanum og Alþýðubankanum, auk Seðlabanka Íslands. Sparisjóðirnir komu ekki formlega að Reiknistofunni fyrr en áratug síðar.
Á þessum vef er að finna ýmis skjöl sem eru heimildir um aðdraganda RB, fyrstu ár, þroska og reynslu gegnum súrt og sætt, fram til dagsins í dag, eftir farsæla 50 ára sögu þar sem RB hefur verið helsti máttarstólpinn í íslensku fjármálakerfi.
Slóð á söguvefinn https://sagan.rb.is/