Fréttir

RB hlýtur jafnlaunavottun

RB hefur hlotið jafnlaunavottun frá vottunarstofunni iCert, sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi RB samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins, ÍST85:2012. Tilgangur jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og miða að auknu launajafnrétti kynjanna. Með þessu er markmiðið að auka almenna starfsánægju starfsmanna með gegnsærra og réttlátara launakerfi. Fyrirtæki með 150 – 249 starfsmenn þurfa ekki að klára vottun fyrr en í lok árs 2020 en það var RB mikilvægt að klára þessi mál sem allra fyrst.

RB hefur sett sér metnaðarfull markmið tengd jafnréttismálum og er jafnlaunavottunin mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. „Það er okkur hjá RB kappsmál að útrýma með öllu óútskýrðan launamun. Í okkar nútímasamfélagi er það eðlileg krafa og ekki hægt að sætta sig við annað. Með innleiðingu á jafnlaunakerfi og vottun fáum við betri tæki til að taka hlutlægar ákvarðanir og tryggja að þessum markmiðum sé náð,“ segir Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri RB.