Fréttir
RB hlýtur jafnlaunavottun til 2025
25.05.2022
Þann 7. apríl fór fram endurvottunarúttekt á jafnlaunakerfi RB framkvæmd af Icert.
Árið 2019 hlaut RB jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi fyrirtækisins uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Viðhaldsúttekt á kerfinu hefur farið fram á hverju ári síðan en nú var fyrsta skiptið sem RB fer í gegnum endurvottunarúttekt.
Það gleður okkur að segja frá því að við höfum staðist endurvottunarúttekt og að jafnlaunakerfi RB uppfyllir kröfur jafnlaunastaðalsins.
Þetta þýðir að RB er komið með jafnlaunavottun sem gildir til ársins 2025 en framundan er áframhaldandi vinna við að þróa kerfið enn frekar.