Fréttir

RB á lista yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri

Í tilefni þess að RB var á lista yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri sem Keldan og Viðskiptablaðið tóku saman var tekið viðtal við Ragnhildi þar sem hún fór yfir hlutverk og helstu áherslur í rekstri hjá RB. Þess má geta að það eru mjög ströng skilyrði fyrir því að komast á listann og að aðeins 2,8% fyrirtækja ná settum skilyrðum.

Að sögn Ragnhildar mun RB halda áfram að endurnýja grunninnviði fjármálakerfisins á næstu árum. „Við þurfum stöðugt að vera að fylgjast með þróun í tækni og lausnum fyrir fjármálakerfið, til að geta haldið áfram að bjóða upp á góðar og öruggar lausnir á hagkvæman hátt. Við munum halda áfram að vinna mjög náið með okkar helstu viðskiptavinum til að ná því markmiði. Eftir því sem tækninni fleytir fram verða kröfurnar alltaf meiri og meiri. Viðskiptavinirnir okkar vilja sjá aukna skilvirkni og kalla eftir auknu öryggi en gera jafnframt kröfu um lægri kostnað. Þetta er mikil áskorun sem við erum spennt við að takast á við.”