Fréttir
RB 50 ára
23.03.2023
RB 50 ára
Í dag eru 50 ár síðan Reiknistofa bankanna var stofnuð, en stofnfundur félagsins var 23. mars 1973. Starfsemi félagsins hófst síðar það haust. Saga RB er merkileg og endurspeglar þá hröðu þróun og breytingar sem hafa verið á fjármálainniviðum á Íslandi síðustu áratugi.
Fyrstu árin einkenndust af miklum tækifærum sem fólust í einföldun á vinnuferlum og sjálfvirknivæðingu samhliða tölvuvæðingu og framþróun í upplýsingatækni. Fyrir 50 árum voru tékkar vinsæll greiðlsumiðill og það krafðist mikillar handavinnu og nákvæmni að halda utanum alla bankareikninga og starfsemi bankanna. Þetta átti eftir að breytast mikið og í dag eru öll þessi viðskipti löngu orðin rafræn.
Í gegnum árin hefur starfsemi RB einkennst af því að leysa vandamál og þróa framsýnar lausnir. Margar af lausnum RB hafa verið framúrskarandi á heimsmælikvarða og eru enn.
Nú allra síðustu ár höfum við verið upptekin við endurnýjun tækniumhverfisins en framundan eru tækifæri í að halda áfram að þróa vörurnar okkar enn betur og taka inn ný verkefni. Það eru því spennandi tímar sem bíða okkar.
Stærsta auðlind RB er starfsfólkið og RB hefur í gegnum tíðina verið mjög heppin með að hafa einstaklega faglegt og öflugt starfsfólk. Árangur RB hefur því fyrst og fremst náðst vegna starfsfólks RB.
Til hamingju með 50 ára afmæli RB.