Fréttir

Nýr mannauðsstjóri hjá Reiknistofu bankanna

Stefán Ari Stefánsson hefur verið ráðinn í starf mannauðsstjóra RB. Stefán Ari hefur starfað undanfarin 19 ár hjá Valitor, fyrst sem sérfræðingur á fjármálasviði en síðustu 9 ár hefur hann starfað sem mannauðsstjóri félagsins. Stefán bar ábyrgð á mannauðsmálum Valitors á Ísland en hann stýrði einnig málaflokknum á starfsstöðvum fyrirtækisins í Danmörku og Bretlandi.

 

Stefán er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og útskrifast með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík nú í vor.

 

„Það er frábært að fá Stefán til lið við öflugan hóp starfsfólks hjá RB. Hann hefur víðtæka þekkingu á rekstri mannauðsmála sem mun nýtast vel í þeim verkefnum sem eru framundan eru hjá fyrirtækinu,“ segir Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB.

 

Reiknistofa bankanna er upplýsingatæknifyrirtæki sem rekur helstu innviði fjármálaþjónustu á Íslandi. Hlutverk félagsins er að vera lykilsamstarfsaðili sem skapar virði fyrir viðskiptavini sína með rekstri og þróun öruggra innviða fyrir fjármálamarkaðinn.