Fréttir
Mistök við afhendingu fjárhagslegra gagna
07.03.2023
Vegna mistaka við innleiðingu á nýrri gagnaafhendingu hjá RB voru fjárhagslegar færslur viðskiptavina indó að takmörkuðu leyti aðgengilegar Kviku í síðustu viku. Brugðist var við með réttum hætti um leið og mistökin urðu ljós af hálfu Kviku, málið var tilkynnt til RB og indó og gögnunum eytt. Staðfest hefur verið að ekkert var átt við gögnin á þessum tíma.
RB harmar þessi mistök og biðst velvirðingar á þeim.