Fréttir

Mánaðarmótavinnslur klárast á næstu klukkustundum

Tafir hafa í dag orðið á keyrslum hjá RB vegna mikils álags á kerfum en mánaðarmótin maí/júní eru stærstu mánaðarmótakeyrslur ársins, m.a. vegna launagreiðslna, endurgreiðslna frá skattinum og greiðslna frá Tryggingastofnun Gert er ráð fyrir að öllum keyrslum verði lokið innan nokkurra klukkustunda.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og leggjum allt kapp á að klára málið sem allra fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB, í síma 898 5001 eða ragnhildur.geirsdottir@rb.is