Fréttir
Grænt ljós hjá RB
20.09.2021
Í dag fékk RB viðurkenninguna Græna ljósið frá Orkusölunni en sú viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem nota eingöngu grænt vottað rafmagn.
Með viðurkenningunni er staðfest að öll raforkusala til RB er að fullu vottuð og 100% endurnýjanleg með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli.
Að huga að raforkunni er liður í grænni vegferð RB og fögnum við því að vera í hópi flottra fyrirtækja sem einnig hafa hlotið Græna ljósið.
Græn orka skiptir máli.
Orkusalan í samstarfi við auglýsingastofuna Brandenburg og Tréborg létu hanna og útbúa grip sem viðurkenningu til að fyrirtæki geti sýnt fram á að þeirra starfsemi noti eingöngu grænt vottað rafmagn.