Fréttir

Gangsetning Arion banka í Sopra

Innleiðing innlána- og greiðslukerfis fyrir Arion banka er nú um helgina og gangsetning áætluð síðdegis næstkomandi sunnudag, 18. apríl. Innleiðingin er hluti af einu stærsta hugbúnaðarverkefni sem bankar á Íslandi hafa ráðist í en í lok árs er stefnt að því að allir viðskiptabankar á Íslandi hafi innleitt kerfið. Nýja kerfið leysir af hólmi mörg eldri tölvukerfi en hið elsta þeirra er um 40 ára gamalt. Í stað eldri kerfa verður tekið í notkun nýtt kerfi frá hugbúnaðarfyrirtækinu Sopra. Nýja kerfið einfaldar og uppfærir tækniumhverfi bankans, er ódýrara í rekstri og sveigjanlegra en eldri kerfi. Með Sopra-kerfinu aukast einnig möguleikar á samnýtingu hugbúnaðarlausna í fjármálakerfinu.

 

Arion banki er með greinargóðar upplýsingar um takmarkanir á þjónustu til sinna viðskiptavina á eftirfarandi síðu https://www.arionbanki.is/bankinn/fleira/frettir/frett/2021/04/12/Roskun-a-thjonustu-Arion-banka-helgina-16.-til-18.-april-vegna-kerfisbreytinga/