Fréttir
Breyting á dagslokum bankadaga – tekur gildir frá 8. september 2025
15.05.2025
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21:00 til miðnættis kl. 24:00.
Með þessari breytingu er markmiðið að koma enn betur til móts við nútíma viðskiptahætti með því að hafa dagslok bankakerfa í samræmi við almanaksdaga og styðja þannig við sveigjanlegri opnunartíma og samfellda þjónustu.
Bankadagar verða áfram virkir dagar og færslur sem berast á frídögum verða áfram bókaðar á næsta virka dag.
Breytingin mun nýtast almenningi, fyrirtækjum og stofnunum sem treysta á hraða og áreiðanlega afgreiðslu bankaviðskipta á kvöldin.
Við hvetjum viðskiptavini og samstarfsaðila til að kynna sér áhrif breytingarinnar á sín viðskipti og hafa samband við þjónustuver síns viðskiptabanka ef frekari upplýsinga er þörf.