Fréttir

Tafir á uppfærslu reikningsyfirlits

Vegna uppfærslu á kerfum Reiknistofu bankanna eru tafir á að reikningsyfirlit uppfærist hjá bönkum og sparisjóðum. Viðskiptavinir eru beðnir um að gæta þess að endurtaka ekki greiðslur.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hægt sé að millifæra og greiða reikninga. Staða reikninga í netbönkum, öppum og hraðbönkum er rétt en greiðslur og millifærslur sjást ekki alltaf á yfirliti strax. Unnið er að lagfæringu og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem tafirnar kunna að valda.

Á meðan unnið er að því að laga þetta eru viðskiptavinir beðnir um að gæta þess að endurtaka ekki greiðslur eða millifærslur þótt þær sjáist ekki á yfirliti strax.

 

Uppfært: Fjárhagsupplýsingar á yfirlitum viðskiptavina eru farnar að flæða inn núna. Nokkurn tíma mun taka að vinna upp það sem bíður en það ætti að klárast ef allt gengur áfallalaust innan 3ja tíma. Það er vitað að það verða göt í gögnunum frá því í nótt og unnið er eftir þekktu ferli við að lagfæra það.